Vottaðar námsleiðir

 Námskrár Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Námskrár FA eru fjölbreyttar og er ætlað að mæta jafnt þörfum þeirra sem námið sækja sem og þörfum atvinnulífsins.

Leiðarljós FA við hönnun á námi er að námið sé hnitmiðað, hagkvæmt og henti fullorðnum.

Námskrárnar er skráðar í námskrárgrunn mennta- og menningarmálaráðuneytisins og vottaðar á þrep samkvæmt hæfniramma um íslenska menntun og til eininga á framhaldsskólastigi af Menntamálastofnun.

Fjölmargar námsleiðir eru í boði og má þar m.a. nefna.

Bóklegt nám
Menntastoðir til undirbúnings frumgreinadeildum háskólanna og Keilis
Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum
Grunnmenntaskólinn
Nám fyrir lesblinda

Starfstengt nám
Sölu-, markaðs- og rekstrarnám
Skrifstofuskólinn
Smiðjur í málmsuðu, FabLab, listnámi og fleiru
Félagsliðabrú
Leikskóla- og stuðningsfulltrúabrú
Fagnám í umönnun fatlaðra
Færni í ferðaþjónustu
Grunnnámskeið í fiskvinnslu
Starfsnám stuðningsfulltrúa
Meðferð matvæla

Nánari upplýsingar um námskrár FA má sjá inni á www.frae.is undir „Námskrár“.