Beint į leišarkerfi vefsins

Forsķša

English

Kvasir eru samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.Samtökin voru stofnuð á Selfossi 31. maí árið 2000 af 8 fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum á landsbyggðinni. Þær voru: Farskóli Norðurlands vestra, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fræðslunet Austurlands (nú Austurbrú), Fræðslunet Suðurlands (nú Fræðslunet Suðurlands), Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Símenntunarmiðstöð Þingeyinga (nú Þekkingarnet Þingeyinga).
Viska - fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja bættist í hópinn árið 2003. Síðar bættust við miðstöðvarnar í Reykjavík; Mímir – símenntun á aðalfundi 25. mars 2009 og Framvegis - miðstöð símenntunar á aðalfundi 25. mars 2011.
Rétt til aðildar að samtökunum eiga svæðisbundnar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar á Íslandi sem sinna símenntun og öðrum verkefnum skv. samningum við mennta- og menningarmálamálaráðuneytið.

Markmið samtakanna eru m.a.:

  • Að efla símenntun og framhaldsfræðslu á Íslandi.
  • Að efla  og auka skilning atvinnulífsins á mikilvægi framhaldsfræðslu og símenntunar sem auðlindar og fjárfestingar til framtíðar, sem getur bætt afkomu einstaklinga, fyrirtækja og samfélagsins í heild.
  • Að efla og stuðla að aukinni samvinnu fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
  • Að efla samvinnu við menntastofnanir og aðra þá sem bjóða framhaldsfræðslu og símenntun í landinu með það að markmiði að auka aðgengi almennings að menntun og þekkingu.
  • Að vera vettvangur umræðu um framhaldsfræðslu og símenntun á Íslandi sem og í norrænu og alþjóðlegu samhengi.
  • Að gæta sameiginlegra hagsmuna aðila Kvasis gagnvart stjórnvöldum, Fræðslumiðstöð arvinnulífsins og Fræðslusjóði.
  • Að efla skilning á hlutverki aðila Kvasis í menntakerfi þjóðarinnar og kynna starf þeirra.

Starfsstöðvar Kvasis í september 2012


Fréttir

11.4.2016

Fundir 19. og 20. aprķl 2016

Vorfundur Kvasis verður í Reykjavík 19. og 20. apríl 2016.

Stękka og minnka texta

Texti ķ sjįlfgefinni stęrš Texti ķ mišlungs stęrš Texti ķ stórri stęrš Hamur fyrir sjónskerta